Jökulmælingar

Jökulmælingar -Sólheimajökull

Nýjasta mæling 8. október 2018: Jökullinn hopar um 110 m, sjá nánar neðst á síðunni.

Mæling 11. október 2017:
Jökullinn hopaði um 60 metra milli ára.
Dýpt lónsins mældist 55-60 m. Erfitt að finna mesta dýpið, greinileg hreyfing á botnseti.

Mælingar nemenda Hvolsskóla hófust haustið 2010. Þá fóru nemendur 7. bekkjar og settu niður skilti við jökulinn og mældu vegalengdina frá skiltinu að jöklinum. Síðan hafa sjöundubekkingar farið á hverju hausti austur að jökli til að mæla árlegt hop hans.

 

Miklar breytingar hafa orðið á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan þetta verkefni hófst og hefur jökullinn hopað yfir tvö hudruð metra.
Á þessari síðu má sjá niðurstöður mælinga og annan fróðleik um verkefnið

6bde35_a8ff90a7440a48219178cc14764c29b7

 

Hop jökulsins í myndum síðan fyrsta mæling fór fram árið 2010:

6bde35_60cc26d4b47c470b96543076285e35fc

 

6bde35_5efadc955b1840e7a0b811a66500cc34

 

6bde35_a7ada14d68bb4a2f85e4b2e1baa454e2

 

6bde35_145521cf1b2645dfacf0f921947b60cb

 

6bde35_044c3ee18a404f9e84e592245e8b7f2d

 

6bde35_4ddda4777df14bf8a7da2f1e42eb8911

Mælingamynd 2016

Jökulmælingin 2018 fór fram 8. október. Nú mældist hopið meira en nokkru sinni fyrr eð heilir 110 m. Hluti skýringar á þessu mikla hopi má e.t.v. finna í að mikið hefur brotnað af jökulsporðinum undanfarna mánuði og stórir jakar fljóta á lóninu.

batur01

 

 

 

 

 

 

Nemendur fara í bátsferð að jökulsporðinum

 

hallgrlon

jaki
Hópurinn1

 

jokulgil03

 

 

 

 

 

_MG_4659

Nemendur í Hvolsskóla fengu árið 2014 útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir mælingar sem sjöundu bekkingar hafa gert á jökulsporði Sólheimajökuls frá árinu 2007 með hjálp GPS punkta. Undanfarin haust hefur 7. bekkur farið að Sólheimajökli og mælt hversu mikið hann hafi hopað á árinu.

6bde35_6d81ebab6c2e4fec924875abfaa7d99d

 

6bde35_9a2cd15e3d3240a09fa6ef4e65d6dd40

Í umsögn dómnefndar segir að um sé að ræða metnaðarfullt verkefni sem geri nemendum kleyft að rannsaka og upplifa á eigin skinni hvað áhrif loftslagsbreytingar hafa á nærumhverfi þeirra. „Í verkefninu takast nemendur á við raunhæf viðfangsefni, læra vísindaleg vinnubrögð um leið og það sýnir að grunnskólanemendur geta auðveldlega stundað rannsóknir á umhverfinu á einfaldan hátt.“

Styrkur frá Landsbankanum

Hvolsskóli er meðal styrkþega Landsbankans vegna jökulmælinga 2015.