Hellar

Manngerðir hellar

Manngerðir hellar hafa verið til á Íslandi að minnsta kosti frá lokum 12. aldar. Í jarteinabók Þorláks biskups helga, sem rituð mun hafa verið 1199, er getið um nautadauða, sem varð í Odda á Rangárvöllum, þegar einn slíkur hellir hrundi. Uxi einn mikill og góður bjargaðist illa lemstraður einn úr hrauninu fyrir ténað hins sæla biskups, sem fékk að launum fimm álna kerti. Hellir þessi hlýtur að hafa verið gerður af mannahöndum. Jarðfræðilegar aðstæður hindra gerð þeirra af náttúrunnar völdum. Um manngerða hella eða hella sem hljóta að vera manngerðir er allvíða getið í eldri heimildum, t.a.m. í úttektum, vísitasíum, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns að ónefndum sýslu- og sóknalýsingum.

Mikil dulúð hefur lengi verið bundin hellum á Íslandi, ekki síst hinum náttúrugerðu. Þeir voru löngum bústaðir annarlegra vætta og tröll bjuggu að jafnaði í hellum. Þessa gætti að sjálfsögðu minna í manngerðu hellunum, sem voru heima við bæi og gengið var um nærri daglega. Þó vildi það stundum til að kálfur eða köttur álpaðist inn í einhvern þeirra, og mátti þá vona, að þeir kæmu út einhvers staðar í fjarska, ef til vill í næstu sveit. Það er líka athyglisvert við þessa bæjahella, hve víða var bundin þeim trú á álfa, vættir og annan ófögnuð. Mér sýnist að mest hafi borið á þessu um hellana í Eyjafjallasveit.

Rannsókn á hellunum

Á Íslandi eru hátt í 200 manngerðir hellar. Þessar menningarminjar þarf vissulega að vernda og halda á lofti um ókomna framtíð. Íslendinga sjálfir mundu njóta góðs af því ef það yrði gert sem og erlendir ferðamenn. Það gladdi mig að sjá nýtt upplýsingaskilti á íslensku og ensku við Laugarvatnshelli sem sett var upp nýlega.

hellar01
Stærsti manngerði hellir landsins að hellum í Landssveit

 

Manngerðir hellar á Íslandi.

Höfundar: Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson og Hallgerður Gísladóttir

 

Þessi bók er biblía allra sem vilja fræðast um manngerða hella á Íslandi. 

manngerdir

 

 

Af  bókarkápu:

Blæja dulúðar hvílir yfir manngerðu sandsteinshellunum, sem víða er að finna um Suðurlandsundirlendið, allt frá Ölfusá að Mýrdalssandi.
Hellagerð hefur verið stunduð á Íslandi frá fyrstu öldum byggðar og getið um hana í fornritum. Oftast eru hellarnir höggnir í sandsteinshóla og gil nálægt bæjum og töluvert er um þá í móbergi og jafnvel í harðari bergtegundum.
Skoðanir hafa verið skiptar um, hvort hellarnir séu allir manngerðir, eða hvort sumir þeirra séu náttúrulegir að miklu eða öllu leyti.
Á veggjum hella er að finna fangamörk, ártöl og búmerki frá fyrri öldum, auk krossa, galdrastafa og annarra dularfullra tákna og áletrana.

Brynjúlfur frá Minnanúpi

brynjolfurUm síðustu aldamót var farið að gefa manngerðu hellunum verulega gaum. Það var Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi, sem þar reið á vaðið og kannaði allmarga þeirra. Hann gat líklega fyrstur manna upp á því, að þeir væru verk papa, sem getið er um í Landnámu

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kannaði marga af þessum hellum á árunum 1917 og 1919, og Matthiasniðurstaða hans varð sú, að þar væru engar marktækar leifar er bentu til slíkrar forneskju, og hin sama varð niðurstaða þremenninganna, sem rituðu bókina um manngerðu hellana.

Einar Benediktsson

EinarSíðar tók Einar Benediktsson skáld upp sama þráð og Brynjúlfur. Hann kannaði allmarga hella og þóttist finna þar óræk merki um eldfornt helgihald og forsögulegt landnám fyrir komu norrænna manna. Síðan hafa ýmsir orðið til þess að halda sömu eða svipuðum skoðunum á loft. Og eins og stundum vill verða þykir mörgum sú hugmynd sennilegust, sem fjærst er