Breakout EDU er gert með Google sites og docs o.s.frv.
Hér er verkefni á íslensku sem ég gerði til að æfa mig í þessu. (kannski fyrst á íslensku).
Í sað Breakout nota ég orðið lásalausn(ir). Mér finnst það ná því ágætlega því sem er verið að gera.
Í þessu verkefni er best fyrir nemendur að vera 2-3 saman og opna síðuna í teveim tölvum hver hópur og nota aðra þeirra eingöngu til að leita lausna til að opna lásana. Verkefnið hentar ágætlega fyrir 5-7. bekk. Þetta getur líka verið skemmtilgur leikurfyrir alla fjölskylduna. Í þetta sinn tók ég fyrir smá kafla úr sögu íslands.
á síðunni er að finna hlekki og -hotspots- á aðrar síður þar sm má finna svörin. Þetta reynir á skapandi hugsun, útsjónarsemi, athyglisgáfu, lesskilning.
Hér er slóðin
LÁSALAUSN (breakoutEDU)
Ath. það eru engar vísbendingar á síðunni sjálfri, heldur er bara vísað á aðrar síður og skjöl.
Þetta er bara örlítið brot af því sm hægt er að gera.
Vinsamlegast dreifið slóðinni ekki