Minecraft: education edition

-No computer games are creative, except for the people who create them. The only exception that I have for that is Minecraft.-

For one thing, Minecraft doesn’t really feel like a game. It’s more like a destination, a technical tool, a cultural scene, or all three put together. …….It’s a world of trial and error and constant discovery, stuffed with byzantine secrets, obscure text commands and hidden recipes…. Those kids of the ’70s and ’80s grew up to become the architects of our modern digital world, with all its allures and perils. What will the Minecraft generation become? (NY Times Magazine, Apr. 2016)

Hér er góður leikur til að læra á Minecraft:

 

28. janúar 2018

Nú er komið næstum ár síðan ég setti eitthvað inn hér. Margt hefur gerst síðan. Minecraft:ee ( hér eftir skammstafað MCee) hefur verið uppfært, margir möguleikar hafa bæst við og voru þeir þó ærnir fyrir og svo hefur MakeCode bæst við. Hópsíðan á Minecraft var stofnuð, en ekki hafa nú verið miklar umræður, ends hefur komið ljós í könnun sem var gerð vikuna 19.-26. jan að það eru sárafáir sem þekkja Mcee sem kennslutæki e.t.v. ekki nema örfáir sem hafa skellt sér í þetta. Ég byrjaði að kynna mér þetta fyrir ca. einu og hálfu ári og eftir að ég fór í hálft starf sem kennari 1. des ´17 þá hef ég legið mikið yfir þessu og reynt að læra sem mest. Ég er búinn að kenna lengur en ég kæri mig um að muna, en mér finnst þetta áhrifaríkasta kennslutækið sem fram hefur komið, kannski síðan skólataflan var fundin upp. Möguleikarnir virðast vera óþrjótandi og eina sem getur hamlað manni er hugmyndaflugið. Síðan er unnið talsvert öflugt þróunarstarf hjá Microsoft og ný uppfærsla er væntanleg núna í febrúar. Enda hljóta menn sem kaupa svona forrit fyrir hátt í 300 milljarða að ætla sér eitthvað mikið með það. Mér skilst að í nýju uppfærslunni verði aðáherslan á efnafræði. Lotukerfið notað til að velja efni til að búa til sameindir og fleira. Sitthvað annað flýtu áreiðanlega með.

Í síðustu uppfærslu í haust komu fram margir nýjir möguleikar sem nýtast vel.

Ég tók eftir í könnunimmi að margir vilja kynna sér málin en vita ekki alveg hvar á að byrja.

Mín leið var þessi:

Skoða myndbönd og greinar á https://education.minecraft.net/

Athuga hjá kerfisstjóranum í skólanum hvort búið er að skrá skólann (netfangskóla.is) sem notanada (þetta verður administrator að gera). Efir það getur hver sem er með þetta netfang hlaðið niður forritinum. (gætið þess að skrá ykkur inn sem educator) Þau eru ekki mjög þung. Allir nýjir hafa leyfi til að skrá sig 25 sinnum inn endurgjaldslaust. Svo er bara að byrja að leika sér og smátt og smátt sér maður hvað þetta er heillandi heimur um leið og maður lærir mannganginn ef svo má segja. Bestu kennararnir á þessu stigi eru krakkarnir, þau þekkja flest leikinn út og inn. Mikilvægt er að átta sig á lögmálum þessa sýndarveruleika og til hvers helstu kubbar eru notaðir.

Næst gæti verið að hlaða niður tutorial byrjendaleikjum og æfa sig meira. Smátt og smátt finnur maður að þetta er skemmtilegt. Ég sjálfur var dálítið fordómafullur í byrjun, hafði séð krakka leika sér og hélt að þetta væri bara hasar og læti. En þessi heimur getur verið einkar ljúfur og friðsæll -allt er hægt að stilla í-Settings-. Skemmtilegast  er þegar nemendurinir vinna saman að því að leysa verkefni eða byggja samfélag. Þá er gaman að heyra umræðurnar og hve þau eru dugleg að hjálpa og kenna hvert öðru. Það er því miður bara einn tími á viku, hjá mér, enda enginn annar í skólanum sem kann á þetta. En heila málið er að Mcee er hægt að nota, held ég í öllum námsgreinum. Mér datt að í textíl væri kannski ekki hægt að nota þetta, EN – ekki málið að búa til t.d. prjónamynstur með því að nota kubba. Pixelart er á dagskrá hjá mér. Sögugerð, þar sem nem. fara í ferðlag, annað hvort um ókannað land eða þar sem búið er að undirbúa með persónum sem leiða söguna í óvæntar áttir. Söguna er hægt að skrifa jafnóðum í bók sem  er inni í leiknum, taka myndir.Hlaða sögunni niður á eftir og myndaalbúminu og vinna söguna áfram í Word. Það er líka hægt að taka 3D-myndir og prenta út í þrívíddarprentara. Stærðfræðin hentar frábærlega í þennan heim og eðlisfræðin upp að vissu marki. Saga og samfélagsfræði eru upplagðar geinar. Tungumálakennslu er auðvelt að setja upp í leiki og svo mætti lengi telja. Það besta við þetta allt er að krökkunum finnst þeir ekki vera að læra –við erum bara að leika okkur– segja þau.

Síðasta eina og hálfa árið hef ég varið hundruðum klukkustunda í að rannsaka þetta og læra. afraksturinn er: 8 þýddir og staðfærðir námsleikir sem ég hlóð niður og 11 búnir til frá grunni. Nú orðið er ég kominn á það stig að ég er mjög fljótur að setja upp námsefni með því að nota smá einfalda forritun. Og þá er komið að forritunarþættinum.

Í haust fylgdi með forritið Code Connection sem er í rauninni unnið á vefsíðu.Ég mota Microsoft MakeCode (gott í Microbit líka) Þetta er notað inni í Mcee til forrita lítinn kall sem heitir Agent (við köllum hann Lilla) til að byggja eða leysa ýnsar þrautir. Nú orðið nota ég hann til að kenna einfalda forritun (fyrir utan það sem ég nota í Microbit) og það er líka hægt að forrita sjálfa persónuna í Mcee til að létta sér störfin þegar maður er að skipuleggja námsleiki.

Mcee kom út í fyrst sinn 1. nóv 2016 og það hefur margt gerst á þessu rúma ári og við hér á Íslandi erum varla byrjuð. Dönum gengur heldur betur, en ég er meðlimur í danska Facebook-hópnum líka. Bretar eru á fullu í flestu er varðar UT. Ég held að við verðum að hella okkur í þetta.

Ég sé fyrir mér að Mcee eigi eftir að þróast mjög hratt á næstu árum, með gervigreind og persónur sem tala til okkar af skjánum.

Íslenska: ég hef haft samband við fólk hjá íslenskri málnefnd og spurt um íslenskun á Mcee, en það var fátt um svör, en þó fékk ég vita að sumt hefur verið þýtt. Það hýtur að vera kappsmál hóps eins og Mincraftshópsins að þrýsta á að leikurinn með öllum sínum skrýtnu mállýskuorðum verði þýddir. Dannir hafa tekið skrefið til fulls -allt í leiknum er á dönsku.

                 

20. febrúar 2017

Nýtt.

5. og 6. bekkur í Hvolsskóla nota nú nýja útgáfu af Minecraft leiknum við námið. Minecraft hefur undanfarin ár verið mjög vinsælll um víða veröld, en nú opnast margir nýir möguleikar til náms. Skólinn hefur keypt aðgang í eitt ár fyrir nemendur fimmta bekkjar í gegnum Office 365. Í síðustu viku var prufukeyrsla og gekk hún mjög vel og allir eru spenntir að byrja. Aðeins er hægt að stunda leikinn í skólanum, enda byggist hann mikið á samvinnu krakkana við að leysa hin ýmsu viðfangsefni því allur bekkurinn getur verið samtímis í forritinu. Kennarinn hefur einnig annað forrit (Minecraft education classroom mode) þar sem hann getur fylgst með hvar hver og einn er staddur. Minecraft hentar einstaklega vel til náms í stærðfræði en einnig í samfélagsfræði, lífsleikni, listgreinum, náttúrufræði, dönsku, ensku, eðlis- og efnafræði, forritun og hérlendis í íslensku, ritun, íslenskum þjóðsögum og fleiru. Þannig að Minecraft í kennslu er aðferð eða leið sem nota má á mjög fjölbreytilegan hátt. Krakkarnir byrja á að byggja sér íbúðarhús með öllu sem þar þarf að vera. Búskapur, með dýrum og matjurtum tekur svo við. Að sjálfsögðu þarf að huga að umhverfismálum í öllum þessum athöfnum. Möguleikarnir til að setja fram námsefni í Minecraft education eru nánast óendanlegir.

Fyrsti tíminn gekk vel, en strákarnir voru á tánum að komast í einhvern hasar -vanir að vera í háspennu í Minecraft þannig að þeir verða að læra að það er hægt að hafa skemmtun án þess að vera í stressi og háspennu.

The journey matters more than what you get in the end.

 Einn möguleiki á að skila úrlausnum verkefna: þegar verkefnunum er lokið, skrifa nem. svörin á spjald og taka síðan sjálfu af sér með spjaldið og setja myndina inn í möppu á sameign eða senda kennara hana í tölvupósti.

 

 

Ævintýrið heldur áfram. Nú er verið að byggja búgarða uppi í sveit og koma sér upp bústofni. Sumir vilja vera einyrkjar, en svo er líka eitt fjórbýli og nokkur tvíbýli. Fólk hefur það eins og það vill í þessu samfélagi. Síðan kemur að næsta verkefni sem er samfélagslegt. Huga þarf að samgöngum og þá verða allir að hjálpast að við að byggja vegi og leggja rafmagnslestarteina.

Hér er spurning um að fara út í viðræður um arkitektúr. Þau eru mjög praktísk og vilja byggja hús sem fljótlegt er að byggja, en þau hafa ekki farið í greiðslumat og ættu þess vegna að geta byggt hús sem meira er lagt í út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Eins er með sveitabýlin – þau eru í sama funkis stílnum.

Stærðfræðidalur

Stærðfræðidalur er með tilbúnum völlum til að vinna rúmfræðiverkefni og veggi þar sem á setja inn dæmi. Nemendur taka sæiðan sjálfsmyndir af sér og úrlausnum til sönnunar þess að þau hafi lokið verkefni.

Hér fyrir neðan er myndband þar sem sjá má m.a. Stærðfræðidalinn.

Ég er búinn að þýða að fullu eitt geometry-verkefni. Heilmikil vinna, en kemur ágætlega út. Í þessu vinna 2-3 saman og svæðin eru 9, þannig að það geta að hámarki verið 27 nemendur í einu að vinna í sömu veröld.