Jökulmælingar

Jökulmælingar -Sólheimajökull

Sólheimajökull er skriðjökull í Mýrdalsjökli. Hann er um það bil 14 km langur, 1-2 km breiður og þekur um 42 km2 . Hann á upptök sín í 1505 m hæð yfir sjávarmáli í svokallaðri Hábungu í öskju Kötlu. Þaðan rennur hann niður á láglendi og endar í 100 m hæð yfir sjávarmáli. Kötlugos undir jökli hafa valdið jökulhlaupum úr Sólheimajökli sem mótað hafa landið framan við jökuljaðarinn að miklu leyti. Breytingar á loftslagi endurspeglast vel í sveiflum á jökuljaðri Sólheimajökuls. Árið 2010 hafði jökullinn hopað um 1255 metra síðan árlegar mælingar hófust árið 1931. Tímabilið frá 1969-1995 var þó frábrugðið en þá gekk jökullinn fram.

SÓLHEIMAJÖKULL
Sólheimajökull is an outlet glacier draining the Mýrdalsjökull ice cap in southern Iceland. Mýrdalsjökull covers the Katla central volcano, one of the most active volcanoes in Iceland. Sólheimajökull is ~ 14 km long, 1-2 km wide and covers 42 km². It descends from the Katla caldera at 1505 m a.s.l. (Hábunga), and terminates ~ 100 m a.s.l. Subglacial eruptions of Katla have caused jökulhlaups at Sólheimajökull, with great impact on the proglacial landscape. The marginal fluctuations of Sólheimajökull correspond well to changes in the climate. In 2010, the glacier had retreated 1255 meter since annual ice front measurements were initiated in 1931, however, punctuated by a period of advance from 1969-1995.

Frá haustinu 2010 hafa nemendur í 7. bekk Hvolsskóla farið árlega að Sólheimajökli til að mæla fjarlægð jökulsporðsins frá hvíta skiltinu sem fyrsti hópurinn setti niður. Árið 2010 voru 318 metrar frá skiltinu að jökulsporði. Jökullinn mælist hafa hopað um 400 m á árunum 2010-2020 samanborið við 1255 m á 79 árum 1931-2010.

Við mælingarnar nota nemendur GPS punkta til að mælingarnar séu sem nákvæmastar. Þeir fá fræðslu um notkun slíkra tækja og reikna út hop jökulsins út frá mælipunktum. Þetta verkefni hefur gefið nemendum Hvolsskóla góða sýn á það hvernig áhrif hlýnunar loftslagsins hafa áhrif á jöklana okkar og þar með jörðina.

Síðustu ár, hefur dýpi lónsins einnig verið mælt og reynist það vera 60 metra djúpt.

Samkvæmt mælingum nemenda á jarðvísindasviði HÍ þynnist jökullinn um ca 10 m á ári, 7 m yfir sumartímann og 3 m yfir veturinn.

Mæling 8. október 2019: Jökullinn mælist hafa hopað um 11  m miðað við síðasta haust. Áberandi er hversu jökullinn hefur þynnst mikið eftir þetta sólríka sumar. Mælingamynd neðst á síðunni. Dýpi lónsins er það sama eða um 60 m.

Mæling 8. október 2018: Jökullinn hopar um 110 m.

Mæling 11. október 2017:
Jökullinn hopaði um 60 metra milli ára.
Dýpt lónsins mældist 55-60 m. Erfitt að finna mesta dýpið, greinileg hreyfing á botnseti.

Mælingar nemenda Hvolsskóla hófust haustið 2010. Þá fóru nemendur 7. bekkjar og settu niður skilti við jökulinn og mældu vegalengdina frá skiltinu að jöklinum. Síðan hafa sjöundubekkingar farið á hverju hausti austur að jökli til að mæla árlegt hop hans.

Júní 2019.

Nemendur Hvolsskóla tóku á móti forsetum Íslands og Þýskalands og kynntu mælingarnar.

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands:

 „Við, sem erum gestir frá útlöndum sjáum þetta vel, en Íslendingar þekkja breytingarnar af eigin raun. Því umgangast þeir náttúruna af tillitsemi og virðingu og eru ákveðnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“

Sjá frétt um heimsóknina hér 

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti 2019.

Úr umsögn vegna viðurkenningarinnar:

… Kjarninn er sá að með elju sinni, ástríðu og hugmyndaauðgi hefur Jón haft ómetanleg áhrif á hundruð barna sem hafa verið svo lánsöm að hafa haft hann sem kennara. Og, öll þekkjum við hvaða máli góður kennari og mannvinur skilar í uppeldi okkar. Sjálfur minnist ég með hlýhug margra kennara minna og ég veit að nemendur Jóns gera slíkt hið sama. Með því að fá tækifæri til að upplifa náttúruna á eigin skinni hafa þau öðlast dýpri skilning á lögmálum hennar, skynjað hversu sterk og viðkvæm hún getur verið í senn og lært að meta fegurð hennar og kraft. Það þarf enginn að efast um að slíkt veganesti skapar virðingu fyrir náttúrunni sem er svo nauðsynleg eigi okkur að takast að byggja þessa jörð til framtíðar… meira..

Miklar breytingar hafa orðið á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan þetta verkefni hófst og hefur jökullinn hopað yfir tvö hudruð metra.
Á þessari síðu má sjá niðurstöður mælinga og annan fróðleik um verkefnið

6bde35_a8ff90a7440a48219178cc14764c29b7

Hop jökulsins í myndum síðan fyrsta mæling fór fram árið 2010:

6bde35_60cc26d4b47c470b96543076285e35fc

6bde35_5efadc955b1840e7a0b811a66500cc34

6bde35_a7ada14d68bb4a2f85e4b2e1baa454e2

6bde35_145521cf1b2645dfacf0f921947b60cb

6bde35_044c3ee18a404f9e84e592245e8b7f2d

6bde35_4ddda4777df14bf8a7da2f1e42eb8911

Mælingamynd 2016

Mælingin 2019 var nokkrum vandkvæðum bundin þar sem hluti sporðsins er undir yfirborði lónsins.

Mæling 2020

Vegna Covid faraldurs var mælingin 2020 tekin í júlí en ekki í október eins og venjulega, en í júlí var tekin upp stikla fyrir þáttaröðina „Hvað getum við gert“ sem sýnd var í sjónvarpinu.

Sumarið 2020  var sett upp skilti sem sýnir þróun jökulhops 2010-2019. Áframhaldandi niðurstöður verða síðan skráðar á litla skiltið. Næsta mæling er áætluð í október 2021.

Þórunn Óskarsdóttir, nýr verkefnisstjóri tók við verkefninu haustið 2020 af Jóni Stefánssyni.

Jökulmæling fyrir 2021 var gerð 12. október. Veðrið var gott og mælingin gekk vel. Með í för var stór hópur norænna blaðamann.

Mæling 21

batur01

Nemendur fara í bátsferð að jökulsporðinum

hallgrlon

jaki
Hópurinn1

jokulgil03

_MG_4659

Nemendur í Hvolsskóla fengu árið 2014 útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir mælingar sem sjöundu bekkingar hafa gert á jökulsporði Sólheimajökuls frá árinu 2007 með hjálp GPS punkta. Undanfarin haust hefur 7. bekkur farið að Sólheimajökli og mælt hversu mikið hann hafi hopað á árinu.

6bde35_6d81ebab6c2e4fec924875abfaa7d99d

6bde35_9a2cd15e3d3240a09fa6ef4e65d6dd40

Í umsögn dómnefndar segir að um sé að ræða metnaðarfullt verkefni sem geri nemendum kleyft að rannsaka og upplifa á eigin skinni hvað áhrif loftslagsbreytingar hafa á nærumhverfi þeirra. „Í verkefninu takast nemendur á við raunhæf viðfangsefni, læra vísindaleg vinnubrögð um leið og það sýnir að grunnskólanemendur geta auðveldlega stundað rannsóknir á umhverfinu á einfaldan hátt.“

Styrkur frá Landsbankanum

Hvolsskóli er meðal styrkþega Landsbankans vegna jökulmælinga 2015.