Vistheimt -framhald
Vistheimt: framhaldsverkefni við Þjófafoss.
Í samstarfi við Hekluskóga hafa nemendur 8. bekkjar tekið þátt í uppgræðslu örfoka lands vestan Þjófafoss í Þjórsá. Verkefnið felst í að planta birkiplöntum og sá grasfræi ásamt áburðargjöf. Vorið 2017 hófst verkefnið og voru þá settar niður hátt á þriðja þúsund birkiplöntur í 1 ha lands sunnan vegarins í Skarfanes.
Vorið 2018 fór svo næsti bekkur og hélt áfram og setti niður í annan hektara norðan vegar. Árangur verksins má sjá á myndunum. Örfoka og hrjóstugt hraunið klæðist gróðri ótrúlega fljótt.
Markmið verkefnisins eru að mestu þau sömu fyrra vistheimtarverkefnisins, nema hér er gróðurþekjan ekki mæld. Það metur hver fyrir sig.
Hér er fagfólk að verki enda hafa þessir nemendur farið í gegnum fyrra visheimtarverkefnið.