Vistheimt

Vistheimt – Verkefni nemenda á Suðurlandi 

english
English

6903080

Eitt af grænfánaverkefnum Hvolsskóla

Inngangur og skilgreining viðfangsefnis.
Faglegur bakgrunnur

Hnignun vistkerfa er alvarlegt alþjóðlegt vandamál. Gróður- og jarðvegseyðing, tap á líffræðilegri fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru allt umhverfismál sem tengjast hnignun vistkerfa og eru á meðal stærstu áskorana sem mannkyn stendur frammi fyrir. Landeyðing og eyðimerkurmyndun í heiminum á sér stað á stærra svæði en öll K

Vistheimt
Útlagning reita

anada (Adeel et.al. 2005; Speth 2008), útrýming tegunda gerist 100-1000 sinnum hraðar en náttúrulegur bakgrunnshraði mældur út frá steingervingasögunni gefur til kynna (Dirzo og Raven 2003) og andrúmsloftið hefur hitnað að meðaltali á Jörðinni um 0,85°C á síðustu 130 árum (IPCC 2013).

Mælt út
Mælt út

Markmið verkefnisins eru einkum:
1. Að endurheimta örfoka land á Suðurlandi.

2. Að auka þekkingu og dýpka skilning miðstigs grunnskóla á landeyðingu, líffræðilegri fjölbreytni og loftslagsbreytingum, sem áhrif hafi út í nærsamfélag skólans.

3. Að auka þekkingu og dýpka skilning miðstigs grunnskóla á mikilvægi vistheimtar sem aðgerðar til að takast á við ofangreind umhverfisvandamál, sem áhrif hafi út í nærsamfélag skólans.

4. Að veita miðstigi grunnskóla tækifæri til að taka beinan þátt í vistheimtarstarfi með þátttöku í aðgerðum og tilraunum á vettvangi.

5. Að auka getu kennara við að leiðbeina nemendum um flókin umhverfismál.

Á Íslandi hefur orðið gífurleg gróður- og jarðvegseyðing frá landnámi. Stór svæði hafa misst nær alla gróðurþekju og jarðveg. Útbreiðsla skóglendis er talin hafa minnkað niður í 1% frá því um landnám, en talið er að skóglendi hafi þakið um fjórðung landsins.

Reitirnir meðhöndlaðir
Reitirnir meðhöndlaðir
5067116_orig
Útreikningar

Nemendur í grænfánaskólum á Suðurlandi setja upp tilraunir í vistheimt, mæla framvindu gróður- og dýrasamfélaga og kynna niðurstöður fyrir skólunum og nærsamfélaginu. Lagt er upp úr því að auka þekkingu á ferlum í náttúrunni og á áhrifum og inngripum mannsins á þá. Á árinu 2015 verður kláruð vinna við stuðningsefni fyrir kennara og hafinn undirbúningur að netvænu verkefnahefti fyrir nemendur. Fræðsla, menntun og þátttaka ungmenna í að takast á við áskoranir í umhverfismálum á heimavelli eru á meðal lykilþátta í að stuðla að breyttum viðhorfum og umgengni alls samfélagsins við náttúruna.

4680839_orig

3276824_orig

Vistheimt er afar mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi, t.d. þar sem landeyðing hefur átt sér stað. Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt. Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Vistheimt er þannig aðgerð sem er samnefnari yfir allar þrjár áskoranirnar sem nefndar eru hér að ofan: gróður- og jarðvegseyðingu, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsbreytingar.

Computer work
Computer work
Dæmi um niðurstöður
Dæmi um niðurstöður

2378261_orig9541595

Hvolsskóli fær umhverfisverðlaun Landgræðslunnar 2015

Fjöreggið
Fjöreggið

Yngri hluti umhverfisnefndar með Fjöreggið, verðlaunagripinn.

Umhverfisþing
Umhverfisþing

Myndir frá umhverfisþingi 2015. Sóldís Birta og Oddur Helgi kynna vistheimtarverkefnið fyrir fundarfólki á Grand Hotel